<$BlogRSDUrl$>

23 desember 2007

Myndbandsupptaka ofan úr fjalli 

23. desember þorláksmessa
Í dag fórum við í göngu upp í fjall og tók ég myndbandsupptöku yfir bæinn og ætla að prófa hvort ég get sett hana inn hér.

Við fengum okkur göngu upp í fjall áðan og lentum í mjög grimmum flugum sem stungu okkur án afláts og var það lítið gaman. Hér er mynd af þessari flugu, hún er með græn augu og brún á litinn.

Annars er það nýjasta nýtt af okkur að frétta að við vorum að uppgötva að það skilaði sér ekki allt sem við settum í töskurnar þegar við fórum af stað í upphafi ferðar eins og t.d. myndavélalinsurnar hans Odds og GPS tækið mitt sem við ætluðum að skrá ferðalagið okkar á. Eitthvað fleira vantar sem er kannski ekki eins bagalegt að missa og þó.... t.d. gleraugun mín (sem bara hæfa mér vegna styrkleika) Gott á þjófinn vonandi getur hann ekki notað þau. Bíðið bara þetta er örugglega ekki síðasta ævintýrið sem við lendum í.... er ekki annars gaman að lesa svona vandamálablogg?
En við erum í heilu lagi og líður ágætlega þrátt fyrir smá áföll svona nánast daglega til þessa. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og hafið það sem allra best yfir hátíðirnar. Kolla og Oddur

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Spjallgluggi
Powered by TagBoard Message Board
Nafn

URL or Email

Messages(Broskarlar)



Sko??a??u gestab??kina m??na
Gj??r??u svo vel a?? skrifa ?? gestab??kina m??na