<$BlogRSDUrl$>

23 desember 2007

Myndbandsupptaka ofan úr fjalli 

23. desember þorláksmessa
Í dag fórum við í göngu upp í fjall og tók ég myndbandsupptöku yfir bæinn og ætla að prófa hvort ég get sett hana inn hér.

Við fengum okkur göngu upp í fjall áðan og lentum í mjög grimmum flugum sem stungu okkur án afláts og var það lítið gaman. Hér er mynd af þessari flugu, hún er með græn augu og brún á litinn.

Annars er það nýjasta nýtt af okkur að frétta að við vorum að uppgötva að það skilaði sér ekki allt sem við settum í töskurnar þegar við fórum af stað í upphafi ferðar eins og t.d. myndavélalinsurnar hans Odds og GPS tækið mitt sem við ætluðum að skrá ferðalagið okkar á. Eitthvað fleira vantar sem er kannski ekki eins bagalegt að missa og þó.... t.d. gleraugun mín (sem bara hæfa mér vegna styrkleika) Gott á þjófinn vonandi getur hann ekki notað þau. Bíðið bara þetta er örugglega ekki síðasta ævintýrið sem við lendum í.... er ekki annars gaman að lesa svona vandamálablogg?
En við erum í heilu lagi og líður ágætlega þrátt fyrir smá áföll svona nánast daglega til þessa. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og hafið það sem allra best yfir hátíðirnar. Kolla og Oddur

29 ágúst 2005

Ættarmótið 

Jæja þá er ættarmótið búið. Var í gær. Fullt af fólki sem ég þekkti ekki enda ekki mín ætt. Nóg að borða, kjöt, kaffi og köku og svo auðvitað ís fyrir börnin.
Skrýtin árátta að vera alltaf að halda ættarmót. Skyldi þetta vera séríslenskt fyrirbæri?

24 ágúst 2005

Tuskukynning 

Jæja nú er ég búin að halda tuskukynningu fyrir vinkonurnar. Það var mikið talað og voða skemmtilegt. Það er greinilega alltaf hægt að plata mann til að kaupa eitthvert dót sem er svo sniðugt að það tuskast bara út um allt fyrir mann. Aðdáunarvert.
Ég lærði nýtt orð í dag frá tuskukynningardömunni en það hafði eitthvað komið upp á þegar hún var að "gæsast" en hún er nýgift. Mig minnir að það hafi komið blettur í teppið sem hún hreinsaði á fjórum fótum með grænu tuskunni. Hún er nefninlega alltaf með tusku í veskinu sínu ef eitthvað kemur upp á. Sniðug snót sú. Ekki meira um tuskur í dag, nóg komið.
Þeir feðgar ruku til og tóku þakgluggann í burtu svo nú gýs bara köldu lofti inn til okkur, gott loft:-) En það þarf víst að skipta um járnplöturnar í kringum hann svo við ákváðum að setja ekki nýjan í staðinn og hafa þetta einfalt. Vonandi rignir ekki í bráð:-(

02 júní 2004

Langt síðan 

Hæ allir
Nú er langt síðan ég hef bloggað. Ég ætla að prófa að setja nokkrar línur inn núna. Best að gá hvernig þetta lítur út.
Kveðja í bili.
Kolla

12 nóvember 2003

Heil og sæl öll 

Ég var að lesa bloggið hjá nemendum mínum og var ekki alls kostar sæl með það. Svo kæru nemendur endurskoðið það sem þið skrifið og reynið að vera sjálfum ykkur til fyrirmyndar. Allt sem þið setjið frá ykkur lýsir ykkar innra manni:-)
Ekki meira að sinni.

03 nóvember 2003

Spjallgluggi 

Setti spjallglugga í kvöld. En það koma engir íslenskir stafir. Þarf að athuga það nánar.
KH

21 október 2003

Teljari á tveimur stöðum 

Nú er ég farin að sjá tvöfalt. Laga þetta á morgun.
Góða nótt. SH

Það er kominn teljari 

Mér tókst að setja teljara en hann er með 1700 heimsækjendum, nú þarf að pæla í því.

Hér er ég að setja inn teljara á bloggið mitt. Skyldi það takast?










Nú ætla ég að reyna að setja emailið mitt hér inn á bloggið.
Sendu mer linu

Hæ allir
Nú er ég að prófa aftur að blogga. Það virðist vera vinsælt í dag að setja hugleiðingar sínar út á vefinn öllum til gamans og afþreyingar.
Ég er reyndar búin að gleyma öllu sem ég var að grúska í síðast þegar ég fór hérna inn. En ætla að rifja það upp og reyna að nota þetta meira.
Svala Hjalta

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Spjallgluggi
Powered by TagBoard Message Board
Nafn

URL or Email

Messages(Broskarlar)



Sko??a??u gestab??kina m??na
Gj??r??u svo vel a?? skrifa ?? gestab??kina m??na